„Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 22:10 Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur. vísir/bára Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira