Brjóta brátt annan skilmála kjarnorkusamningsins frá 2015 Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 07:23 Varautanríkisráðherra Íran, Abbas Araqchi. Getty/NurPhoto Íransstjórn hefur tilkynnt að nú muni brátt hefjast frekari auðgun úrans sem muni hafa það í för með sér að skilmálar kjarnorkusamningsins frá 2015 verða rofnir. Magn efnisins sem unnið verður fer því fram úr þeim takmörkunum sem Íran var sett í samningnum sem gerður var af tilstilli Bandaríkjanna og nokkurra evrópskra stórvelda. BBC greinir frá. Varautanríkisráðherra Íran, Abbas Araqchi, sagði á blaðamannafundi að Íranir vildu enn halda samningnum í gildi en kenndi Evrópuríkjum um hvernig fer. Araqchi sagði að Evrópuríkin hafi einfaldlega ekki uppfyllt sinn hluta samningsins. Auk ríkja Evrópu voru Bandaríkin, undir stjórn Barack Obama, samningsaðilar. Undir núverandi stjórn hefur Bandaríkin hins vegar dregið sig til baka úr samningnum og sagði núverandi forseti að samningurinn væri einn sá allra versti sem hann hefði séð. Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 og hafa í kjölfarið beitt Íran þungum viðskiptaþvingunum. Íranir hafa nú þegar brotið einn skilmála samningsins með því magni af auðguðu úrani sem þeir hafa framleitt en framleiðsla tók kipp í maí síðastliðnum. Auðgað úran er hægt að nota til að knúa kjarnakljúfa en einnig til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Nú hafa Íranir tilkynnt að ríkið hyggist framleiða auðgað úran með hærri styrk en áður, þar sem samsætan úran-235 verður fyrirferðarmeiri eða yfir 3,67%. Í gær lýsti forseti Frakklands, Emmanuel Macron, yfir áhyggjum sínum við íranska forsetann Hassan Rouhani vegna úranframleiðslu landsins og hvað myndi fara í hönd ef samningurinn félli úr gildi. Rouhani að sama skapi kallaði eftir viðbrögðum og vinnu Evrópuríkja við að bjarga samningnum. Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Íransstjórn hefur tilkynnt að nú muni brátt hefjast frekari auðgun úrans sem muni hafa það í för með sér að skilmálar kjarnorkusamningsins frá 2015 verða rofnir. Magn efnisins sem unnið verður fer því fram úr þeim takmörkunum sem Íran var sett í samningnum sem gerður var af tilstilli Bandaríkjanna og nokkurra evrópskra stórvelda. BBC greinir frá. Varautanríkisráðherra Íran, Abbas Araqchi, sagði á blaðamannafundi að Íranir vildu enn halda samningnum í gildi en kenndi Evrópuríkjum um hvernig fer. Araqchi sagði að Evrópuríkin hafi einfaldlega ekki uppfyllt sinn hluta samningsins. Auk ríkja Evrópu voru Bandaríkin, undir stjórn Barack Obama, samningsaðilar. Undir núverandi stjórn hefur Bandaríkin hins vegar dregið sig til baka úr samningnum og sagði núverandi forseti að samningurinn væri einn sá allra versti sem hann hefði séð. Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 og hafa í kjölfarið beitt Íran þungum viðskiptaþvingunum. Íranir hafa nú þegar brotið einn skilmála samningsins með því magni af auðguðu úrani sem þeir hafa framleitt en framleiðsla tók kipp í maí síðastliðnum. Auðgað úran er hægt að nota til að knúa kjarnakljúfa en einnig til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Nú hafa Íranir tilkynnt að ríkið hyggist framleiða auðgað úran með hærri styrk en áður, þar sem samsætan úran-235 verður fyrirferðarmeiri eða yfir 3,67%. Í gær lýsti forseti Frakklands, Emmanuel Macron, yfir áhyggjum sínum við íranska forsetann Hassan Rouhani vegna úranframleiðslu landsins og hvað myndi fara í hönd ef samningurinn félli úr gildi. Rouhani að sama skapi kallaði eftir viðbrögðum og vinnu Evrópuríkja við að bjarga samningnum.
Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Stjórnvöld í Teheran reyna nú að þrýsta á Evrópuríki sem eiga aðild að kjarnorkusamningum um að þau verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. 3. júlí 2019 11:49