Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar 7. júlí 2019 11:00 Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun