Frelsið er yndislegt en það má alltaf gera betur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júlí 2019 09:00 Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Á Íslandi er gott að búa og hér er frelsi einstaklingsins virt í öllum alþjóðlegum samanburði. En það má svo sannarlega gera betur. Endalaust eru sett ný lög og nýjar reglur, en minna gert af því að afnema lög og reglur. Við eigum að fá að gera það sem við viljum, eins og skáldið orti um frelsið, á meðan við brjótum ekki á frelsi annarra.Að ráðstafa leifunum Þegar ég kveð þetta jarðneska líf standa mér fáir valkostir til boða um hvernig farið verður með líkamsleifar mínar. Skrifræðið getur verið höfuðandstæðingur frelsisins, og hið opinbera hefur skoðanir á ýmsu. Valið stendur á milli þess að láta grafa mig í lögmætum kirkjugarði, eða að brenna mig í viðurkenndri bálstofu. Kjósi ég brennsluna þarf að hafa kistu undir líkið og viðurkennt duftker undir brenndu líkamsleifarnar. Duftkerið skal svo grafið í löggildum kirkjugarði. Hægt er að sækja um undanþágu til sýslumanns frá þessum reglum, og fá leyfi til að dreifa öskunni yfir öræfi eða sjó, en aðeins að því skilyrði uppfylltu að duftkerinu sé skilað aftur og stífar reglur gilda um að dreifingin fari aðeins fram á þeim stað sem leyfið er veitt. Alls ekki má merkja staðinn með neinum hætti. Aðkoma ríkisins Þarf ríkið að hafa á þessu sterkar skoðanir? Mun aukið frelsi mitt og annarra í þessum efnum skaða aðra? Við eigum að hafa val um hvort við kjósum að láta dreifa jarðneskum leifum okkar í garðinum heima, eða bara þar sem okkur hugnast. Þessu er tímabært að breyta.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar