Ástin á yfirvigtinni Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar