Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2019 10:57 Haukur Þrastarson fær ekki að leika listir sínar í Meistaradeildinni. vísir/daníel þór Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði. Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði.
Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti