Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2026 18:30 Alfreð Gíslason var að vanda líflegur á hliðarlínunni á leiknum gegn Íslandi í gær. Getty/Harry Langer Alfreð Gíslason verður í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta ásamt íslenska landsliðinu en þetta varð ljóst eftir fjögurra marka sigur Þjóðverja á Frökkum, 38-34, í lokaumferð milliriðilsins í kvöld. Þýska liðið er eins og er í efsta sæti riðilsins en það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvort Danir nái því af þeim. Danir geta valið sér mótherja. Juri Knorr hefur ekki verið alltof áberandi í mótinu til þess en hann átti stórleik á besta tíma í kvöld og endaði með tíu mörk. Þjóðverjar voru tveimur stigum á undan Frökkum fyrir leikinn en Frakkar hefðu komist upp fyrir þá í innbyrðis leikjum með sigri. Alfreð var með sína menn vel stillta í leiknum og þýska liðið tók frumkvæðið í upphafi leiks. Liðið var 4-2 yfir og náði fjögurra marka forskoti um miðjan hálfleikinn. Frakkar minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok hans en Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15. Juri Knorr var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar komust fimm mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks og Frakkar minnkuðu muninn í eitt mark um miðjan hálfleikinn. Þýska liðið var sterkara liðið á spennuþrungnum lokamínútum og tryggði sér sigurinn. Þetta er annað Evrópumótið í röð þar sem þýska liðið kemst í undanúrslit en liðið endaði í fjórða sætinu fyrir tveimur árum. Liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016. EM karla í handbolta 2026
Alfreð Gíslason verður í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta ásamt íslenska landsliðinu en þetta varð ljóst eftir fjögurra marka sigur Þjóðverja á Frökkum, 38-34, í lokaumferð milliriðilsins í kvöld. Þýska liðið er eins og er í efsta sæti riðilsins en það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvort Danir nái því af þeim. Danir geta valið sér mótherja. Juri Knorr hefur ekki verið alltof áberandi í mótinu til þess en hann átti stórleik á besta tíma í kvöld og endaði með tíu mörk. Þjóðverjar voru tveimur stigum á undan Frökkum fyrir leikinn en Frakkar hefðu komist upp fyrir þá í innbyrðis leikjum með sigri. Alfreð var með sína menn vel stillta í leiknum og þýska liðið tók frumkvæðið í upphafi leiks. Liðið var 4-2 yfir og náði fjögurra marka forskoti um miðjan hálfleikinn. Frakkar minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok hans en Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15. Juri Knorr var með sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar komust fimm mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks og Frakkar minnkuðu muninn í eitt mark um miðjan hálfleikinn. Þýska liðið var sterkara liðið á spennuþrungnum lokamínútum og tryggði sér sigurinn. Þetta er annað Evrópumótið í röð þar sem þýska liðið kemst í undanúrslit en liðið endaði í fjórða sætinu fyrir tveimur árum. Liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti þegar Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016.