Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Þjóðtrúin segir mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögg Jónsmessunætur. Því ekki að taka þá trú lengra og kanna heilnæmi daggarinnar á öðrum fallegum íslenskum sumarmorgnum? Sumarið er tíminn. Vísir/getty Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp