„Ekki vera heigull, Boris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:41 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, kveðst ekki ætla að tjá sig um meintar heimiliserjur sínar. Vísir/getty Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi. Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi.
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12