Í The One fá notendur úthlutaðri einni manneskju, eða svokölluðu matchi, á dag. Það sem þeir sjá um hinn aðilann er ein mynd, fornafn og fjarlægð.
Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið.
Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri the One, segir að sérstakt vandamál hafi komið upp. Fjöldi kvenna umfram karlmenn sé svo mikill að spjalltengingar verði oft á tíðum kómískar. Ástæðan er meðal annars mikill aldursmunur notenda.
Þegar þetta er skrifað hafa 973 manneskjur sótt forritið. 658 konur sem hafa samanlagt gefið 227 karlmönnum grænt ljós á að vera með af þeim 315 sem sótt hafa appið. Konur eru því um 75% notenda á stefnumótaappinu en karlar 25% eins og staðan er.
Davíð hvetur karlmenn til að biðja um boðslykil frá vinkonu og „finna ástina“.