Johnson hótar því að draga Bretland samningslaust úr ESB Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 07:35 Boris Johnson er talinn sigurstranglegur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Hann yrði þá næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
„Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01