Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 09:21 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45
Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00