Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:49 Rouhani forseti segir tilgangslaust af Bandaríkjamönnum að beita Khamenei æðstaklerk refsiaðgerðum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans. Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja enn frekari refsiaðgerðir á Írani. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkjastjórn ljúgi því til að hún vilji viðræður og kallar Hvíta hús Trump „andlega fatlað“. Trump tilkynnti um hertar viðskiptaþvinganir gegn Íran í gær. Þær beinast meðal annars persónulega að Ayatolla Khamenei, æðstaklerki Írans, og Javad Zarif, utanríkisráðherra landsins. Þvinganirnar eru svar Bandaríkjastjórnar við því að Íranir skutu niður ómannaðan dróna Bandaríkjahers í síðustu viku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fullyrti engu að síður í gær að forsetinn væri opinn fyrir viðræðum við Írani, að því er segir í frétt Washington Post. Rouhani, forseti Írans, sagði aftur á móti að aðgerðir Bandaríkjastjórnar lokuðu diplómatískum leiðum varanlega. Hvíta húsið væri orðið „andlega fatlað“ undir stjórn Trump. Refsiaðgerðirnar gegn æðstaklerkinu væru „svívirðilegar og heimskulegar“. „Þið leggið refsiaðgerðir á utanríkisráðherrann um leið og þið biðjið um viðræðu?“ sagði Rouhani í sjónvarpsávarpi í gær.Ástandið að verða hættulegt Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið vaxandi eftir að Trump forseti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran í tíð Baracks Obama árið 2015 í fyrra. Hann hefur síðan lagt viðskiptaþvinganir aftur á Íran sem hafði verið aflétt með samningnum. Undanfarið hafa Íranar svarað með því að segja ætla að brjóta gegn skilmálum samningsins um hversu mikið að auðguðu úrani þeir mega viða að sér nema að viðsemjendur þeirra standi við hann. Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um nýlegar á árásir á skip í Hormússundi og Ómanflóa. Trump hætti við loftárásir á Íran til að svara þeim árásum á ögurstundu í síðustu viku. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti áhyggjum af ástandinu í dag. Sagði hann stöðuna við það að verða hættulega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússland er eitt helsta bandalagsríki Írans.
Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05 Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Bandaríkin beita Íran þyngri refsiaðgerðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. 24. júní 2019 19:05
Trump hætti við hefndarárás vegna hugsanlegs mannfalls Trump lagði einnig áherslu á að Íranir mættu aldrei búa yfir kjarnorkuvopnum. 21. júní 2019 13:50
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent