Stálu öllu nema bröndurunum af kanadískum grínista sem heimsótti Ísland um helgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 15:00 Ryan Dillon, lengst til vinstri, ásamt ferðafélögunum, á Íslandi. Mynd/Ryan Dillon. Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér. Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bíræfnir þjófar brutust inn í Airbnb-íbúð sem kanadíski grínistinn Ryan Dillon hafði á leigu í Reykjavík um helgina ásamt kærustu og tveimur vinum. Þjófarnir stálu öllu steini léttara úr íbúðinni en höfðu fyrir því að rífa alla brandara sem Dillon hafði skrifað í minnisbók sína úr henni, áður en að þeir tóku minnisbókina með sér og héldu á brott.Greint er frá innbrotinu ávef kanadíska ríkisútvarpsins CBCþar sem rætt er við Dillon. Segist hann hafa verið hér á landi til þess að vera viðstaddur Secret Solstice hátíðina sem haldin var í laugardal um helgina. Dillon og félagar uppgötvuðu innbrotið þegar þau komu heim eftir vel heppnað föstudagskvöld í dalnum.„Við skildum allt eftir í íbúðinni og þegar við komum heim tókum við eftir því að hurðin var eitthvað skrýtin. Þegar við löbbuðum inn var allt í rúst,“ sagði Dillon við CBC. „Það var allt farið.Rifu brandarana út úr bókinni og hentu þeim á gólfið Dillon segir að mikið af fatnaði þeirra auk myndavéla og myndavélabúnaðar, fartölvum og öðrum raftækjum, hafi verið stolið. Þá tóku innbrotsþjófarnir meira að segja bílaleigubíl þeirra og óku honum út í buska þangað til hann varð bensínlaus. Hann segir þó að þessir hluti skipti ekki miklu máli í stóra samhenginu, hann og ferðafélagar hans séu bara fegnir að enginn þeirra hafi verið heima á meðan á innbrotinu stóð.Ekkert vantaði uppá stemmninguna í Laugardalnum um helgina.Secret Solstice„Á einum tímapunkti var kærastan mín að tala um að henni liði ekki vel og að hún vildi fara heim en við töluðum hana inn á það að vera áfram með okkur. Eftir innbrotið hugsuðum við hvað hefði eiginlega getað gerst ef Hannah hefði farið snemma heim,“ sagði Dillon. Líkt og fyrr segir er Dillon grínisti og í för með honum til Íslands var minnisbók þar sem hann skrifar niður brandara og mögulegt efni sem hann getur grínast með upp á sviðið. Minnisbókin var á meðal þess sem var stolið en svo virðist sem að brandararnir hafi verið skildir eftir. „Þeir tóku minnisbókina en rifu út alla brandarana og hentu þeim á gólfið,“ sagði Dillon. „Þeir tóku ekki brandarana en tóku bókina.“Hjálpsamur afgreiðslumaður Þrátt fyrir innbrotið er Dillon nokkuð ánægður með Íslandsdvölina en þau fljúga heim á morgun. Hann segir Íslendinga hafa verið mjög hjálpsama eftir innbrotið og nefnir sem dæmi afgreiðslumann á bensínstöð. „Við þurftum að kaupa nýtt hleðslutæki og þegar við sögðum afgreiðslumanninum frá því hvað gerðist þá gaf hann okkur afslátt af hleðslutækinu, tók í hendurnar á okkur og sagði að sér þætti leitt að þau hafi lent í innbrotsþjófum.“Lesa má viðtal CBC við Dillon hér.
Ferðamennska á Íslandi Kanada Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira