Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur áhrif á lífið á Kyrrahafseyjunum Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2019 00:05 Frá Cook-eyjum í Kyrrahafi Getty/James D. Morgan Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands. Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands.
Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira