Arion selur hlut sinn í Stoðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 16:56 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Arion banki hf. segist hafa samið um sölu á öllum hlut bankans í fjárfestingafélaginu Stoðum hf. Í tilkynningu frá bankanum segir að kaupendurnir séu „dreifður hópur fjárfesta“ en bankinnn hefur haft hlutinn, sem nam 19% af útistandandi hlutafé Stoða, til sölu um alllangt skeið - „enda um eign í óskyldum rekstri að ræða,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Eignir Stoða nema um 23 milljörðum króna en helstu eignir félagsins eru í Símanum hf., TM hf. og Arion banka. Meðal meirihlutaeigenda Stoða eru Jón Sigurðsson, Einar Örn Ólafsson, Magnús Ármann og TM. Stærstu hluthafar Stoða eru eignarhaldsfélagið S121, sem átti 62 prósenta hlut fyrir sölu dagsins, og Landsbankinn sem átti 15 prósenta hlut. Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsinsMarkaðurinn greindi frá söluþreifingum Arion banka á hlut sínum í Stoðum um miðjan maí, í tengslum við fyrirhugaða hlutafjáraukningu Stoða upp á allt að fjóra milljarða. Meðal þeirra sem sagðir voru áhugasamir kaupendur á hlut Arion voru sjóðstýringafyrirtækið Stefnir og var verðmæti hlutarins sem um ræðir áætlað í kringum 3 milljarðar króna. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. 26. júní 2019 09:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu 19. júní 2019 09:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Arion banki hf. segist hafa samið um sölu á öllum hlut bankans í fjárfestingafélaginu Stoðum hf. Í tilkynningu frá bankanum segir að kaupendurnir séu „dreifður hópur fjárfesta“ en bankinnn hefur haft hlutinn, sem nam 19% af útistandandi hlutafé Stoða, til sölu um alllangt skeið - „enda um eign í óskyldum rekstri að ræða,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Eignir Stoða nema um 23 milljörðum króna en helstu eignir félagsins eru í Símanum hf., TM hf. og Arion banka. Meðal meirihlutaeigenda Stoða eru Jón Sigurðsson, Einar Örn Ólafsson, Magnús Ármann og TM. Stærstu hluthafar Stoða eru eignarhaldsfélagið S121, sem átti 62 prósenta hlut fyrir sölu dagsins, og Landsbankinn sem átti 15 prósenta hlut. Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsinsMarkaðurinn greindi frá söluþreifingum Arion banka á hlut sínum í Stoðum um miðjan maí, í tengslum við fyrirhugaða hlutafjáraukningu Stoða upp á allt að fjóra milljarða. Meðal þeirra sem sagðir voru áhugasamir kaupendur á hlut Arion voru sjóðstýringafyrirtækið Stefnir og var verðmæti hlutarins sem um ræðir áætlað í kringum 3 milljarðar króna. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. 26. júní 2019 09:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu 19. júní 2019 09:00 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. 26. júní 2019 09:00
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15
Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu 19. júní 2019 09:00
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent