Allra augu á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Trump og Pútín áttu fund í Japan í gær. Nordicphotos/AFP Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27