Allra augu á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Trump og Pútín áttu fund í Japan í gær. Nordicphotos/AFP Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27