Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2019 07:42 Airbus þota á litum WOW. Fréttablaðið/Ernir Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira