Liðsstjóri Haas ekki sáttur með Magnussen Bragi Þórðarson skrifar 11. júní 2019 16:00 Magnussen keyrði harkalega á vegg í tímatökunum á laugardaginn. Getty Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada. Formúla Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada.
Formúla Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira