Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af úr flugslysinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2019 18:30 Þau sem létust í flugslysinu nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld voru hjón og sonur þeirra. Enn hefur ekki reynst unnt að taka skýrslu af þeim tveimur sem komust lífs af. Fólkið sem lést í slysinu hét Ægir Ib Wessman, fæddur 1963, eiginkona hans, Ellen Dahl Wessman fædd 1964 og sonur þeirra Jón Emil Wessman fæddur 1998.Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af Fólkið sem slasaðist alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, er annar sonur hjónanna og tengdadóttir. Líðan þeirra er sögð stöðug. Rannsókninni á því hvers vegna flugvélin skall til jarðar miðar áfram. Flugmaður flugvélarinnar var vanur flugmaður með mikla reynslu og fjölskyldan öll mikið flugáhugafólk. Flugmaðurinn hafði gert snertilendingu á svæðinu fyrir slysið og þykir líklegt að hann hafi verið á leið inn til lendingar þegar slysið varð. Í samtali við fréttastofu nú síðdegis sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að ekki hafi reynst unnt að svo stöddu að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af. Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum vitnum, en einn varð vitni að því þegar flugvélin skall til jarðar. Sveinn Kristján segir að rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa snúi að mestu að flugvélinni og búnaði hennar. Rannsókn lögreglu snýr að tildrögum slyssins. Við því er að búast að rannsóknin á flugslysinu geti tekið drjúgan tíma. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Reynslumikill flugmaður og allt mikið flugáhugafólk Fólkið sem lést í flugslysinu skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld, voru hjón og sonur þeirra. 11. júní 2019 13:58 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu Lögreglan á Suðurlandi hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á laugardagskvöld. 11. júní 2019 14:36 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þau sem létust í flugslysinu nærri flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld voru hjón og sonur þeirra. Enn hefur ekki reynst unnt að taka skýrslu af þeim tveimur sem komust lífs af. Fólkið sem lést í slysinu hét Ægir Ib Wessman, fæddur 1963, eiginkona hans, Ellen Dahl Wessman fædd 1964 og sonur þeirra Jón Emil Wessman fæddur 1998.Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af Fólkið sem slasaðist alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, er annar sonur hjónanna og tengdadóttir. Líðan þeirra er sögð stöðug. Rannsókninni á því hvers vegna flugvélin skall til jarðar miðar áfram. Flugmaður flugvélarinnar var vanur flugmaður með mikla reynslu og fjölskyldan öll mikið flugáhugafólk. Flugmaðurinn hafði gert snertilendingu á svæðinu fyrir slysið og þykir líklegt að hann hafi verið á leið inn til lendingar þegar slysið varð. Í samtali við fréttastofu nú síðdegis sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi að ekki hafi reynst unnt að svo stöddu að taka skýrslu af þeim sem komust lífs af. Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum vitnum, en einn varð vitni að því þegar flugvélin skall til jarðar. Sveinn Kristján segir að rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa snúi að mestu að flugvélinni og búnaði hennar. Rannsókn lögreglu snýr að tildrögum slyssins. Við því er að búast að rannsóknin á flugslysinu geti tekið drjúgan tíma.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing eystra Samgönguslys Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Reynslumikill flugmaður og allt mikið flugáhugafólk Fólkið sem lést í flugslysinu skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld, voru hjón og sonur þeirra. 11. júní 2019 13:58 Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu Lögreglan á Suðurlandi hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á laugardagskvöld. 11. júní 2019 14:36 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Reynslumikill flugmaður og allt mikið flugáhugafólk Fólkið sem lést í flugslysinu skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld, voru hjón og sonur þeirra. 11. júní 2019 13:58
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu Lögreglan á Suðurlandi hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á laugardagskvöld. 11. júní 2019 14:36
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39