Áhrifavaldar nota vettvang kjarnorkuslyssins í sjálfsmyndatökur: „Hámark óvirðingarinnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:38 Höfundur sjónvarpsþáttanna Chernobyl fann sig knúinn til að skamma áhrifavalda fyrir virðingarleysi. Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum. Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið. Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986. Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna. „Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.It's wonderful that #ChernobylHBO has inspired a wave of tourism to the Zone of Exclusion. But yes, I've seen the photos going around. If you visit, please remember that a terrible tragedy occurred there. Comport yourselves with respect for all who suffered and sacrificed. — Craig Mazin (@clmazin) June 11, 2019 Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi. „Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“. View this post on Instagram-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54 Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Hinir svokölluðu áhrifavaldar á Instagram eru í auknum mæli farnir að leggja leið sína á vettvang kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl, ekki aðeins til að virða fyrir sér aðstæður heldur einnig til að stilla sér upp fyrir myndatöku ýmist með bros á vör eða í ögrandi stellingum. Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernobyl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti hinna föllnu Sovétríkjanna, sem varð til þess að gríðarmikið magn geislavirkra efna gaus út í andrúmsloftið. Áhrifavaldarnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir sjálfsmyndatökurnar. Framganga þeirra þykir afar ónærgætin í ljósi þeirra hörmunga sem dundu yfir íbúa svæðisins árið 1986. Ætla má að Craig Mazin, höfundi þáttanna, hafi þótt nóg um því hann fann sig knúinn til að beina tilmælum til áhrifavaldanna. „Ef heimsækir, gerðu það þá fyrir mig að muna að miklar hörmungar áttu sér stað þarna,“ skrifaði Mazin sem bætti við að aukinn ferðamannastraumur á svæðinu væri jákvæður en virðing við hina látnu yrði að vera í fyrirrúmi.It's wonderful that #ChernobylHBO has inspired a wave of tourism to the Zone of Exclusion. But yes, I've seen the photos going around. If you visit, please remember that a terrible tragedy occurred there. Comport yourselves with respect for all who suffered and sacrificed. — Craig Mazin (@clmazin) June 11, 2019 Netverjum virðist hafa blöskrað sérstaklega framganga ungrar konu sem stillti sér upp á svæðinu í spilliefnabúningi. „Fólk lét lífið þarna með hræðilegum hætti – sýndu smá virðingu,“ segir einn netverjanna sem gagnrýndi uppátæki áhrifavaldsins. Þá skrifaði annar ummæli við ljósmyndina: „Hámark óvirðingarinnar“. View this post on Instagram-ph: @alkrud_ & @angelinaprotein . . . . -assistant: @d._kramer A post shared by @ nz.nik on Jun 6, 2019 at 7:32am PDT
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54 Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. Apríl 1986. 7. júní 2019 18:54
Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Tvöfalt fleiri joðtöflur seldust í Noregi vikurnar eftir frumsýningu þáttanna en vikurnar á undan. 11. júní 2019 22:52
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent