Telja tvo ráðherra Trump sýna þinginu lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:13 Elijah E. Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er ekki hlátur í huga yfir aðförum Hvíta hússins til að stöðva rannsóknir nefndarinnar. AP/J. Scott Applewhite Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent