Telja tvo ráðherra Trump sýna þinginu lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:13 Elijah E. Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er ekki hlátur í huga yfir aðförum Hvíta hússins til að stöðva rannsóknir nefndarinnar. AP/J. Scott Applewhite Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44