Bretar ætla að stöðva losun fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:53 May (f.m.) kynnir sér tækni til að breyta koltvísýringi í súrefni í Imperial College í London í dag. AP/Stefan Rousseau Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira