Ratleikur um list og orð Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2019 17:00 Ólöf hlakkar til að fylgjast með fjölskyldum leyfa ratleiknum að leiða sig um húsin á Kópavogshálsi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira