Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 08:37 Jessica Biel og Robert F. Kennedy yngri. Instagram Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira