Faðirinn í Suður-Karólínu dæmdur til dauða þrátt fyrir óskir móðurinnar Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2019 21:37 Timothy Jones yngri og Amber Kyzer. AP Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála. Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Dómstóll í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum dæmdi í dag hinn 37 ára Timothy Jones yngri til dauða fyrir að hafa banað fimm börnum sínum. Eftir að hafa orðið þeim að bana ók hann um í níu daga með lík barnanna í skottinu áður en hann skildi þau eftir í ruslapokum skammt frá afskekktum malarvegi í Alabama.Málið vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar móðir barnanna, Amber Kyzer, fór þess á leit við kviðdóm að lífi Jones yrði þyrmt. Kyzer sagði í dómsal að Jones hefði ekki sýnt börnum sínum neina miskunn en að þau hefðu engu að síður elskað hann. Börnin voru á aldrinum eins til átta ára, og voru myrt á heimili sínu nærri Lexington í ágúst 2014. Kyzer sagði að sem móðir gæti hún „persónulega rifið andlitið af [Jones]“, en að hún sé andvíg dauðarefsingum og hafi verið nánast allt sitt líf.Lítil svipbrigði Jones var fundinn sekur í maí síðastliðinn og var það undir kviðdómi komið hvort hann yrði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Var Jones dæmdur til dauða og sýndi hann lítil svipbrigði þegar dómur var lesinn upp að því er fram kemur í frétt NBC. Jones er annar maðurinn sem dæmdur er til dauða í Suður-Karólínu á síðustu fimm árum. Enginn dauðadæmdur fangi hefur verið tekinn af lífi í ríkinu frá árinu 2011 og skortir fangelsisyfirvöld lyf sem notuð er í banvænum lyfjablöndum sem notaðar eru við fullnustu slíkra refsinga.Kyrkti börnin Jones og Kyzer voru skilin og var Jones með forræði yfir börnunum. Jones drap fyrst sex ára sin sinn, Nahtahn, í bræðiskasti eftir að drengurinn viðurkenndi í samtali við móður sína í síma að hafa skemmt innstungu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Jones neitaði sök og héldu verjendur hans því fram að hann væri ekki sakhæfur vegna geðrænna vandamála.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Sagðist sjálf vilja rífa andlitið af honum en hún væri engu að síður andvíg dauðarefsingum. 12. júní 2019 08:24