Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. mars 2025 20:11 Fyrirtækjaeigendur sem hafa aðsetur við Fiskislóð á Granda í Reykjavík eru í hálfgerðu áfalli eftir lægðagang helgarinnar. Rúður brotnuðu, sjór gekk á land og það brotnaði úr varnargarðinum. Gríðarlegt tjón blasir við. Vísir/Stefán Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“ Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“
Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27