Sigurinn ekki unninn hjá Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2019 06:15 Boris Johnson þykir sigurstranglegur. AP Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Boris Johnson, hinn litríki fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, er í yfirburðastöðu í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir gærdaginn. Fyrsta umferð atkvæðagreiðslu þingflokks fór fram í gær og þurftu frambjóðendurnir tíu að fá að minnsta kosti sautján atkvæði til þess að detta ekki úr leik. Mark Harper, Esther McVey og Andrea Leadsom féllu á prófinu og standa því sjö eftir. Leadsom og McVey voru einu konurnar sem gáfu kost á sér og því ljóst að arftaki Theresu May á forsætisráðherrastóli verður karlkyns. Fyrirfram var búist við því að Rory Stewart, ráðherra þróunaraðstoðarmála, myndi eiga erfitt uppdráttar enda höfðu einungis sex þingmenn opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð hans. Stewart gerði sér þó lítið fyrir og nældi sér í nítján atkvæði. Óskoraður sigurvegari gærdagsins er hins vegar Johnson. Hann fékk 114 atkvæði, eða rúman þriðjung. Næsti maður, Jeremy Hunt, arftaki Johnsons í utanríkisráðuneytinu, fékk 43 atkvæði. Michael Gove umhverfismálaráðherra fékk 37, Dominic Raab útgöngumálaráðherra 27 og Sajid Javid innanríkisráðherra 23. Matt Hancock fékk svo tuttugu atkvæði. Þótt Johnson hafi fengið langflest atkvæði og mælist vinsælastur í skoðanakönnunum á meðal almennra flokksmanna er sigurinn ekki enn unninn. Í næstu umferð, sem fer fram eftir helgi, verður kosið endurtekið þar til aðeins tveir standa eftir og eftir það velja almennir flokksmenn á milli þeirra tveggja. Þetta þýðir að þeir 199 þingmenn sem greiddu Johnson ekki atkvæði sitt í gær gætu sameinast um annan frambjóðanda. Áður hefur það gerst að sigurvegari fyrstu umferðar situr eftir með sárt ennið að lokum. Til að mynda þegar David Davis tapaði fyrir David Cameron í leiðtogakjöri árið 2005, líkt og Iain Watson, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, minntist á í gær. Þá var munurinn hins vegar mun minni á milli efstu manna. Davis fékk 62 en Cameron 56 samanborið við 114 hjá Johnson nú og 43 hjá Hunt. Sami stjórnmálaskýrandi tók einnig fram að það gæti komið sér vel fyrir flokksmenn persónulega að styðja Johnson sem fyrst. Því fyrr sem maður sýnir leiðtoga stuðning þeim mun líklegri væri hann til þess að gera viðkomandi að ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30 Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum. 13. júní 2019 06:30
Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu Fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. 13. júní 2019 13:59