Leiðtogi umdeilds sértrúarsafnaðar látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 11:57 Hamilton-Byrne stofnaði Fjölskylduna á sjöunda áratug síðustu aldar. Getty Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína. Andlát Ástralía Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína.
Andlát Ástralía Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira