Haraldur útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2019 15:00 Haraldur Jónsson er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2019. FBL/GVA Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi í dag Harald Jónsson, myndlistarmann, Borgarlistamann Reykjavíkur 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Pawel Bartozek formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs gerði grein fyrir einhuga vali ráðsins á Haraldi. Listamanninum var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sagði Harald vel að titlinum kominn. „Hann hefur undanfarin 30 ár markað afgerandi spor í íslenska listasögu. Leiðarstef í verkum Haraldar er skynjun mannsins á umhverfi sínu og ekki síður skynjun okkar á okkur sjálfum sem fyrirbærum í umhverfinu. Hann hefur með einstökum hætti og af einurð skoðað tengsl vitundarinnar eins og hún birtist okkur sem farvegur ytra áreitis og innra lífs.“ Haraldur Jónsson er fæddur í Helsinki þann 23.apríl 1961. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980 lá leið hans til Frakklands þar sem hann stundaði nám í frönskum bókmenntum og menningarsögu við Paul Valéry háskólann í Montpellier og síðan myndlist við háskólann í Aix en Provence 1982-1983. Hann nam við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista-og handíðaskólann þaðan sem hann útskrifaðist 1987. Haraldur lauk Meisterschüler gráðu frá Listaakademíunni í Düsseldorf í Vestur –Þýskalandi árið 1990 og var styrkþegi Parísarborgar við Institut des Hautes Études en Arts Plastiques í París, Frakklandi 1991-1992. Verk Haraldar hafa verið sýnd á öllum helstu sýningarstöðum hér á landi og einnig alþjóðlega. Haraldur hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í ótal samsýningum um víða veröld. Verk hans eru í eigu helstu opinberu safna á Íslandi sem og í einksöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en rauði þráðurinn er tilraun til þess að eima tilveruna. Í þrjá áratugi hefur Haraldur skoðað hvernig við greinum umhverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í samskiptum hvert við annað. Hver eru tengsl manns og rýmis, vitundar og umhverfis? Haraldur hefur einnig gefið út bækur og fyrsta bók hans, stundum alltaf, kom út hjá bókaforlaginu Bjarti 1995 og verkið Fylgjur árið 1998. Það hlaut Menningarnæturverðlaun Reykjavíkurborgar og var einnig tilnefnt til Menningarverðlauna DV í bókmenntum. Árið 2001 gaf Bjartur út verk hans EKKI, ástarsaga. Haraldur hefur einnig fengist við þýðingar og ber þar að nefna Hugmyndabókina sem kom út hjá Sölku árið 2008. Bókin TSOYL kom út hjá bókaforlaginu Útúrdúr árið 2010, en það forlag sérhæfir sig í bókverkum og var TSOYL fyrsta verkið sem útgafan sendi frá sér. Haraldur hefur einnig skrifað útvarpsleikrit og kvikmyndahandrit og flutti Útvarpsleikhúsið verk hans Mannlaus íbúð árið 1997.Haraldur ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Pawel Bartoszek borgarfulltrúaMynd/Reykjavíkurborg Bókmenntir Reykjavík Tímamót Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi í dag Harald Jónsson, myndlistarmann, Borgarlistamann Reykjavíkur 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Pawel Bartozek formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs gerði grein fyrir einhuga vali ráðsins á Haraldi. Listamanninum var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sagði Harald vel að titlinum kominn. „Hann hefur undanfarin 30 ár markað afgerandi spor í íslenska listasögu. Leiðarstef í verkum Haraldar er skynjun mannsins á umhverfi sínu og ekki síður skynjun okkar á okkur sjálfum sem fyrirbærum í umhverfinu. Hann hefur með einstökum hætti og af einurð skoðað tengsl vitundarinnar eins og hún birtist okkur sem farvegur ytra áreitis og innra lífs.“ Haraldur Jónsson er fæddur í Helsinki þann 23.apríl 1961. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980 lá leið hans til Frakklands þar sem hann stundaði nám í frönskum bókmenntum og menningarsögu við Paul Valéry háskólann í Montpellier og síðan myndlist við háskólann í Aix en Provence 1982-1983. Hann nam við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista-og handíðaskólann þaðan sem hann útskrifaðist 1987. Haraldur lauk Meisterschüler gráðu frá Listaakademíunni í Düsseldorf í Vestur –Þýskalandi árið 1990 og var styrkþegi Parísarborgar við Institut des Hautes Études en Arts Plastiques í París, Frakklandi 1991-1992. Verk Haraldar hafa verið sýnd á öllum helstu sýningarstöðum hér á landi og einnig alþjóðlega. Haraldur hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í ótal samsýningum um víða veröld. Verk hans eru í eigu helstu opinberu safna á Íslandi sem og í einksöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en rauði þráðurinn er tilraun til þess að eima tilveruna. Í þrjá áratugi hefur Haraldur skoðað hvernig við greinum umhverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í samskiptum hvert við annað. Hver eru tengsl manns og rýmis, vitundar og umhverfis? Haraldur hefur einnig gefið út bækur og fyrsta bók hans, stundum alltaf, kom út hjá bókaforlaginu Bjarti 1995 og verkið Fylgjur árið 1998. Það hlaut Menningarnæturverðlaun Reykjavíkurborgar og var einnig tilnefnt til Menningarverðlauna DV í bókmenntum. Árið 2001 gaf Bjartur út verk hans EKKI, ástarsaga. Haraldur hefur einnig fengist við þýðingar og ber þar að nefna Hugmyndabókina sem kom út hjá Sölku árið 2008. Bókin TSOYL kom út hjá bókaforlaginu Útúrdúr árið 2010, en það forlag sérhæfir sig í bókverkum og var TSOYL fyrsta verkið sem útgafan sendi frá sér. Haraldur hefur einnig skrifað útvarpsleikrit og kvikmyndahandrit og flutti Útvarpsleikhúsið verk hans Mannlaus íbúð árið 1997.Haraldur ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Pawel Bartoszek borgarfulltrúaMynd/Reykjavíkurborg
Bókmenntir Reykjavík Tímamót Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira