Jón Steinar segir rektor HR fara með tilhæfulausar dylgjur í réttarsal Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2019 19:06 Jón Steinar segir Ara Kristinn rektor fara fram með ósannaðan rógburð á hendur Kristni Sigurjónssyni. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40
Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00