Sara Netanjahú játaði að hafa misnotað ríkisfé Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 12:13 Sara Netanjahú hefur verið gift forsætisráðherranum í 28 ár. Vísir/Getty Sara Netanjahú, eiginkona Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels, játaði aðild sína í spillingarmáli í dómsal í dag. Málið snýst um misnotkun á ríkisfé sem hún notaði til þess að greiða fyrir máltíðir. Reuters greinir frá. Eiginkona forsætisráðherrans er sögð hafa notað meira en hundrað þúsund Bandaríkjadala í máltíðir en það samsvarar hátt í þrettán milljónum íslenskra króna. Játaði hún brot sín skýlaust fyrir dómi í skiptum fyrir vægari refsingu. Sara Netanjahú mun ekki þurfa að afplána fangelsisdóm vegna málsins en í staðinn greiðir hún um fimmtán þúsund Bandaríkjadali í sekt. Þetta var hluti af samkomulagi sem var gert við saksóknara í málinu. Dómarinn spurði hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað hún væri að játa þegar dómur var kveðinn upp í dag og svaraði hún játandi. Hún hafði einnig verið sökuð um alvarlegri svik en þau mál voru látin niður falla í skiptum fyrir játninguna. Ríkissaksóknari í Ísrael hefur gefið það út að hann muni leggja fram ákæru á hendur Benjamín Netanjahú fyrir mútur og skjalasvik en það mál verður tekið fyrir í október, aðeins tveimur vikum eftir kosningar í landinu sem boðað var til eftir að Netanjahú náði ekki að mynda nýja ríkisstjórn. Ísrael Tengdar fréttir Boðað til nýrra kosninga í Ísrael Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. 29. maí 2019 21:29 Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Sara Netanjahú, eiginkona Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels, játaði aðild sína í spillingarmáli í dómsal í dag. Málið snýst um misnotkun á ríkisfé sem hún notaði til þess að greiða fyrir máltíðir. Reuters greinir frá. Eiginkona forsætisráðherrans er sögð hafa notað meira en hundrað þúsund Bandaríkjadala í máltíðir en það samsvarar hátt í þrettán milljónum íslenskra króna. Játaði hún brot sín skýlaust fyrir dómi í skiptum fyrir vægari refsingu. Sara Netanjahú mun ekki þurfa að afplána fangelsisdóm vegna málsins en í staðinn greiðir hún um fimmtán þúsund Bandaríkjadali í sekt. Þetta var hluti af samkomulagi sem var gert við saksóknara í málinu. Dómarinn spurði hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað hún væri að játa þegar dómur var kveðinn upp í dag og svaraði hún játandi. Hún hafði einnig verið sökuð um alvarlegri svik en þau mál voru látin niður falla í skiptum fyrir játninguna. Ríkissaksóknari í Ísrael hefur gefið það út að hann muni leggja fram ákæru á hendur Benjamín Netanjahú fyrir mútur og skjalasvik en það mál verður tekið fyrir í október, aðeins tveimur vikum eftir kosningar í landinu sem boðað var til eftir að Netanjahú náði ekki að mynda nýja ríkisstjórn.
Ísrael Tengdar fréttir Boðað til nýrra kosninga í Ísrael Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. 29. maí 2019 21:29 Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Boðað til nýrra kosninga í Ísrael Meirihluta ísraelska þingsins samþykkti í kvöld að leysa upp þingið og að boðað skyldi til nýrra kosninga í landinu. 29. maí 2019 21:29
Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43