Archie er fyrsta barn þeirra beggja og því stór dagur í lífi Harry sem nýbakaður faðir. Í tilefni dagsins birtu hjónin mynd af syninum í fangi föður síns þar sem hann heldur utan um fingur hans.
Happy Father’s Day! And wishing a very special first Father’s Day to The Duke of Sussex SussexRoyalView this post on Instagram
A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jun 16, 2019 at 5:01am PDT
„Gleðilegan feðradag! Við óskum hertoganum af Sussex sérstaklega til hamingju með sinn fyrsta feðradag,“ er skrifað við myndina.
Archie Harrison Mountbatten-Windsor fæddist þann 6. maí síðastliðinn og hafa hjónin verið í skýjunum með soninn. Hann er sá sjöundi í erfðaröðinni að ensku krúnunni.