Andinn og vandinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. júní 2019 07:00 Spánn er merkilegt land sem markað er af andans mönnum og konum frá örófi alda. Hér var Averoes að gera því skóna í ræðu og riti á 12. öld að siðfræði heimspekinnar væri æðri siðfræði trúarinnar meðan annars staðar var bannað að draga trúna í efa. Í Toledo voru menn að þýða gríska heimspeki meðan norðar í álfunni töldu menn að Aristóteles væri hundategund. Hér var fyrsta skáldsagan rituð snemma á 17. öld sem enn í dag er eitt af betri skáldverkum heims. Í dag er hér líka einn af betri stjórnmálamönnum samtímans, Manuela Carmena, sem kom að hryllilegu spillingarbæli þegar hún tók við sem borgarstjóri í Madrid fyrir fjórum árum. Fyrirrennarar hennar, Lýðflokksmenn, höfðu ekki aðeins rænt í áraraðir og komið borginni í ótæpilega skuldasúpu heldur einnig selt hrægammasjóðum fjöldann allan af félagsíbúðum. Hún hefur upprætt spillingarkerfið og skilað hagnaði sem er nýtt þar í borg enda spillingin dýr. Samt missti hún meirihlutann í síðustu kosningum meðan þjóðrembur og gamli spillingarflokkurinn fengu ágæta kosningu. Hvernig stendur á því? Jú, Spánn glímir við þann erfðaeiginleika, þrátt fyrir allt andans fólkið, að frá örófi alda hafa ávallt verið til menn og konur sem hafa viljað koma umburðarlyndi og víðsýni fyrir kattarnef. Þjóðin stundar því vegasalt milli þessara tveggja afla og mætti segja að þegar mest liggi við fari hlunkarnir þeim megin sem hrokinn ræður. Spænsk saga en nefnilega vörðuð Trumpum sem ætluðu að gera landið einsleitt og glæst. Í raun eigast þessi öfl einnig við á Íslandi. Hvorum megin hlammar þú þínum rasskinnum þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Spánn er merkilegt land sem markað er af andans mönnum og konum frá örófi alda. Hér var Averoes að gera því skóna í ræðu og riti á 12. öld að siðfræði heimspekinnar væri æðri siðfræði trúarinnar meðan annars staðar var bannað að draga trúna í efa. Í Toledo voru menn að þýða gríska heimspeki meðan norðar í álfunni töldu menn að Aristóteles væri hundategund. Hér var fyrsta skáldsagan rituð snemma á 17. öld sem enn í dag er eitt af betri skáldverkum heims. Í dag er hér líka einn af betri stjórnmálamönnum samtímans, Manuela Carmena, sem kom að hryllilegu spillingarbæli þegar hún tók við sem borgarstjóri í Madrid fyrir fjórum árum. Fyrirrennarar hennar, Lýðflokksmenn, höfðu ekki aðeins rænt í áraraðir og komið borginni í ótæpilega skuldasúpu heldur einnig selt hrægammasjóðum fjöldann allan af félagsíbúðum. Hún hefur upprætt spillingarkerfið og skilað hagnaði sem er nýtt þar í borg enda spillingin dýr. Samt missti hún meirihlutann í síðustu kosningum meðan þjóðrembur og gamli spillingarflokkurinn fengu ágæta kosningu. Hvernig stendur á því? Jú, Spánn glímir við þann erfðaeiginleika, þrátt fyrir allt andans fólkið, að frá örófi alda hafa ávallt verið til menn og konur sem hafa viljað koma umburðarlyndi og víðsýni fyrir kattarnef. Þjóðin stundar því vegasalt milli þessara tveggja afla og mætti segja að þegar mest liggi við fari hlunkarnir þeim megin sem hrokinn ræður. Spænsk saga en nefnilega vörðuð Trumpum sem ætluðu að gera landið einsleitt og glæst. Í raun eigast þessi öfl einnig við á Íslandi. Hvorum megin hlammar þú þínum rasskinnum þá?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun