Erlent

Johnson bætti við sig fylgi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra.
Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra. vísir/getty
Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta. Alls þurfti 33 atkvæði til að halda áfram inn í næstu umferð en Raab fékk þrjátíu.

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, trónir áfram á toppnum og fékk atkvæði 126 þingmanna í gær, tólf fleiri en í fyrstu umferðinni. Jeremy Hunt utanríkisráðherra fékk 46 og Michael Gove umhverfisráðherra 41. Þá heldur Rory Stewart þróunaraðstoðarráðherra enn lífi og fékk 37 en hafði 19 síðast. Sajid Javid innanríkisráðherra fékk svo 33 atkvæði.

Frambjóðendur mættust í sjónvarpssal í gærkvöldi og ræddu um allt frá Brexit til umhverfismála. Johnson og Javid sögðu þar nauðsynlegt að standa við útgöngudaginn, 31. október, á meðan hinir lýstu yfir efasemdum um að slíkt væri mögulegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×