Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Hópur skrifar 19. júní 2019 07:00 Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun