Arnar: Alltof margir vellir á Íslandi loðnir og holóttir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 16:23 Arnar var sáttur með stigið en ekki spilamennsku Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira