Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 23:05 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er ekki á meðal aðdáenda Bandaríkjaforseta. Samsett/Getty Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira