Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 12:31 Hér má sjá skipið eftir að það rakst á fljótabátinn Andrea Merola/AP Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður. Ítalía Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Sjá meira
Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður.
Ítalía Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Sjá meira