Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 18:06 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07