Fagna tilnefningu til ljóns í Cannes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:24 Karlmennirnir lásu sannar frásagnir kvenna frá öllum heimshornum. Þær áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01