Bjuggu með ungbarn sitt í rakaskemmdri stúdentaíbúð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. júní 2019 06:15 Rósa Rún Aðalsteinsdóttir Aðsend/Rósa Rún „Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
„Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira