Björgvin dæmdur í fimm leikja bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 14:44 Björgvin Stefánsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin er dæmdur í þetta bann fyrir notkun rasískra ummæla. Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar sama kvöld og Knattspyrnudeild Hauka sendi líka strax frá sér yfirlýsingu. Hann sleppur hins vegar ekki við langt bann. Refsingin bitnar bæði á KR og Haukum. KR missir framherja sinn í fimm leiki en Haukarnir þurfa að borga hundrað þúsund krónur í sekt. Björgvin sjálfur er líka í banni hjá báðum félögum. Hann má ekki spila með Haukum og má ekki koma á Ásvelli á meðan hann tekur út bannið með KR.„Stutt í villimannseðlið“ „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmann Þróttar. Sindri Hjartarson vakti athygli á ummælunum á Twitter. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir þann 28. maí þar sem ákveðið var að gefa Björgvini og forsvarsmönnum knattspyrnudeilda KR og Hauka kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. Frestur var veittur fram á hádegi 3. júní til að skila athugasemdum og andmælum. Gögn bárust frá Knattspyrnudeild KR og Knattspyrnudeild Hauka.Missir af sex leikjum Aga- og úrskurðarnefnd tók síðan málið fyrir á fundi þriðjudaginn 4. júní og kvað upp neðangreindan úrskurð á fundi sínum fimmtudaginn 6. júní. „Björgvin Stefánsson skal sæta leikbanni í fimm leiki í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ.“ Næstu fimm deildarleikir KR eru á móti ÍA á útivelli, Val á heimavelli, FH á útivelli, Breiðabliki á heimavelli og ÍBV á útivelli. Björgvin tekur auk þess út leikbann í bikarleik á móti Njarðvík vegna tveggja gulra spjalda.Hér má sjá allan úrskurðinn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Aganefnd ekki búin að úrskurða í máli Björgvins Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er að hún geri á þriðjudögum, en athygli vekur að hún hefur ekki úrskurðað í máli Björgvins Stefánssonar. 28. maí 2019 17:19 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag. 6. júní 2019 09:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Björgvin Stefánsson missir af næstu fimm leikjum með KR í Pepsi Max deildinni í fótbolta en Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað í dag upp úrskurð sinn í máli KSÍ gegn Björgvini Stefánssyni vegna ummæla sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þrótta í Inkasso deild karla. Björgvin er dæmdur í þetta bann fyrir notkun rasískra ummæla. Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar sama kvöld og Knattspyrnudeild Hauka sendi líka strax frá sér yfirlýsingu. Hann sleppur hins vegar ekki við langt bann. Refsingin bitnar bæði á KR og Haukum. KR missir framherja sinn í fimm leiki en Haukarnir þurfa að borga hundrað þúsund krónur í sekt. Björgvin sjálfur er líka í banni hjá báðum félögum. Hann má ekki spila með Haukum og má ekki koma á Ásvelli á meðan hann tekur út bannið með KR.„Stutt í villimannseðlið“ „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin Stefánsson í lýsingunni á Haukar TV en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmann Þróttar. Sindri Hjartarson vakti athygli á ummælunum á Twitter. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir þann 28. maí þar sem ákveðið var að gefa Björgvini og forsvarsmönnum knattspyrnudeilda KR og Hauka kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu. Frestur var veittur fram á hádegi 3. júní til að skila athugasemdum og andmælum. Gögn bárust frá Knattspyrnudeild KR og Knattspyrnudeild Hauka.Missir af sex leikjum Aga- og úrskurðarnefnd tók síðan málið fyrir á fundi þriðjudaginn 4. júní og kvað upp neðangreindan úrskurð á fundi sínum fimmtudaginn 6. júní. „Björgvin Stefánsson skal sæta leikbanni í fimm leiki í keppnum á vegum KSÍ og tekur bannið gildi nú þegar. Auk þess sætir Björgvin banni frá leikvelli Hauka á Ásvöllum á meðan leikbannið varir. Knattspyrnudeild Hauka skal sæta sekt að upphæð kr. 100.000 til KSÍ.“ Næstu fimm deildarleikir KR eru á móti ÍA á útivelli, Val á heimavelli, FH á útivelli, Breiðabliki á heimavelli og ÍBV á útivelli. Björgvin tekur auk þess út leikbann í bikarleik á móti Njarðvík vegna tveggja gulra spjalda.Hér má sjá allan úrskurðinn.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Aganefnd ekki búin að úrskurða í máli Björgvins Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er að hún geri á þriðjudögum, en athygli vekur að hún hefur ekki úrskurðað í máli Björgvins Stefánssonar. 28. maí 2019 17:19 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag. 6. júní 2019 09:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42
Aganefnd ekki búin að úrskurða í máli Björgvins Aganefnd KSÍ kom saman í dag, eins og venja er að hún geri á þriðjudögum, en athygli vekur að hún hefur ekki úrskurðað í máli Björgvins Stefánssonar. 28. maí 2019 17:19
Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06
Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30
Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Sindri Sverrisson sendir aganefnd KSÍ tóninn í dag. 6. júní 2019 09:45