Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 07:52 Frá Ísafirði sem stendur í Skutulsfirði en þar er að Naustahvilft að finna. Vísir/Egill Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir við Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna tveggja manna í sjálfheldu. Mennirnir voru í fjallgöngu og komust í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð austan megin í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Naustahvilft, sem er vinsæl gönguleið. Þó nokkurn tíma tók að staðsetja mennina sem höfðu orðið viðskila og voru í um það bil 700 metra hæð yfir sjávarmáli í miklu brattlendi. Þrír hópar björgunarsveitafólks lögðu af stað gangandi upp fjallið, aðstæður í fjallinu voru þannig að þar var snjór og klaki og erfitt að komast að þeim. Um tveimur tímum eftir að tilkynning barst komust björgunarsveitarmenn að öðrum manninum, komu honum til hjálpar niður fyrir kletta og úr sjálfheldu. Ekki sást til hins mannsins en hann var þó í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnunum. Klukkan þrjú í nótt hafði tekist að staðsetja hinn manninn sem var staddur töluvert ofarlega í gilinu þar sem erfitt var að komast til hans og engin augljós leið til að koma honum á öruggan hátt niður úr fjallinu. Var þá óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt því að skoðaðir voru möguleikar á að komast að honum ofan frá með því að fara upp fjallið hinum megin. Maðurinn sem fyrr í nótt hafði verið bjargað úr sjálfheldu neðar í Naustahvilftinni, var þá á leiðinni niður fjallið af sjálfsdáðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík klukkan 03:17 en maðurinn var kominn í þyrluna um klukkan 04:33 í nótt. Var hann að sögn Landhelgisgæslunnar hrakinn og kaldur en ósköp þakklátur að komast niður. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir við Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna tveggja manna í sjálfheldu. Mennirnir voru í fjallgöngu og komust í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð austan megin í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Naustahvilft, sem er vinsæl gönguleið. Þó nokkurn tíma tók að staðsetja mennina sem höfðu orðið viðskila og voru í um það bil 700 metra hæð yfir sjávarmáli í miklu brattlendi. Þrír hópar björgunarsveitafólks lögðu af stað gangandi upp fjallið, aðstæður í fjallinu voru þannig að þar var snjór og klaki og erfitt að komast að þeim. Um tveimur tímum eftir að tilkynning barst komust björgunarsveitarmenn að öðrum manninum, komu honum til hjálpar niður fyrir kletta og úr sjálfheldu. Ekki sást til hins mannsins en hann var þó í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnunum. Klukkan þrjú í nótt hafði tekist að staðsetja hinn manninn sem var staddur töluvert ofarlega í gilinu þar sem erfitt var að komast til hans og engin augljós leið til að koma honum á öruggan hátt niður úr fjallinu. Var þá óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar ásamt því að skoðaðir voru möguleikar á að komast að honum ofan frá með því að fara upp fjallið hinum megin. Maðurinn sem fyrr í nótt hafði verið bjargað úr sjálfheldu neðar í Naustahvilftinni, var þá á leiðinni niður fjallið af sjálfsdáðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík klukkan 03:17 en maðurinn var kominn í þyrluna um klukkan 04:33 í nótt. Var hann að sögn Landhelgisgæslunnar hrakinn og kaldur en ósköp þakklátur að komast niður.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira