Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 21:15 OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið. GETTY/GEORGE FREY Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá landlæknisembættinu en 12 lyfjatengd andlát voru til skoðunar hjá því á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Níu hafa látist vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja en 20 manns létust af þeim orsökum í fyrra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Í upplýsingum frá lögreglu kemur fram að ekki sé fjölgun á lyfjatengdum andlátum miðað við í fyrra. Árið 2018 voru 39 lyfjatengd andlát og kemur þetta fram í dánarmeinaskrá. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ, segir aukna vitundarvakningu um skaðsemi lyfjanna hljóti að hafa áhrif. Þó greinist fleiri einstaklingar með fíkn í sterk verkjalyf en áður. Á árunum 2001-2015 létust að meðaltali 15 einstaklingar undir fertugu á ári vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum en það hafi aukist gríðarlega árið 2016 en þá létust 27 manns og árið 2017 létust 25. Árið 2018 létust 33 og flestir voru á aldrinum 30-65 ára. Valgerður segir umræðu í öllu þjóðfélaginu nauðsynlega og aðgerðir frá heilbrigðisráðuneytinu breyta miklu. Aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins fólust meðal annars í breytingum sem voru gerðar í lyfjaafgreiðslu og reglum tengdum því. Læknar hafi tekið þetta til sín og breytt lyfjaútskriftum. „Það sem við merkjum augljóslega aukningu er aukning í ópíóðafíkn, við greinum miklu fleiri með það núna og setjum jafnframt fleiri á þessa lyfjameðferð eða viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn. Þetta er það sem við höfum séð aukast síðustu þrjú árin,“ segir Valgerður.„Örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki“ Ópíóðafíkn hefur aukist gríðarlega á vesturlöndum undanfarin 20 ár, en ópíóðalyfið OxyContin var sett á markað af lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma árið 1996 og hefur það verið umdeilt. Purdue, ásamt fleiri lyfjafyrirtækjum, markaðssetti ópíóðalyf með þeim skilaboðum að það væri ekki ávanabindandi. Annað hefur síðan komið í ljós. Lyfjafyrirtækin Purdue Pharma, Teva Pharmaceuticals og Johnson & Johnson eru meðal þeirra fyrirtækja sem verið er að herja á með ákærum í bandarískum dómstólum þessi misseri. Meðal annars hafa þau heyjað mál í Oklahoma fylki þar sem þau hafa verið sökuð um að gefa ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfjanna og hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.Sjá einnig: Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisinsSjá einnig: Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinnJohnson & Johnson markaðsetti ópíóðalyf undir formerkjunum „örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki.“ Purdue og Teva borguðu bæði sáttagjöld en Johnson & Johnson stendur nú í málaferlum. Purdue greiddi alls 33,5 milljarða íslenskra króna og Teva 10,5 milljarða. Féð mun vera notað í verkefni sem mun reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í fylkinu. Þetta mál er eitt 2.000 mála sem verið er að heyja gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóðalyfja í Bandaríkjunum. Á hverjum degi deyja að meðaltali 130 bandarískir einstaklingar vegna ofskammts af ópíóðalyfjum samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf og bæði eru dæmi um að þau hafi verið tekin út með lyfseðli og þau hafi verið keypt ólöglega. Bandaríkin Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld. 17. ágúst 2018 06:00 Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. 4. nóvember 2018 20:47 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá landlæknisembættinu en 12 lyfjatengd andlát voru til skoðunar hjá því á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Níu hafa látist vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja en 20 manns létust af þeim orsökum í fyrra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Í upplýsingum frá lögreglu kemur fram að ekki sé fjölgun á lyfjatengdum andlátum miðað við í fyrra. Árið 2018 voru 39 lyfjatengd andlát og kemur þetta fram í dánarmeinaskrá. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ, segir aukna vitundarvakningu um skaðsemi lyfjanna hljóti að hafa áhrif. Þó greinist fleiri einstaklingar með fíkn í sterk verkjalyf en áður. Á árunum 2001-2015 létust að meðaltali 15 einstaklingar undir fertugu á ári vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum en það hafi aukist gríðarlega árið 2016 en þá létust 27 manns og árið 2017 létust 25. Árið 2018 létust 33 og flestir voru á aldrinum 30-65 ára. Valgerður segir umræðu í öllu þjóðfélaginu nauðsynlega og aðgerðir frá heilbrigðisráðuneytinu breyta miklu. Aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins fólust meðal annars í breytingum sem voru gerðar í lyfjaafgreiðslu og reglum tengdum því. Læknar hafi tekið þetta til sín og breytt lyfjaútskriftum. „Það sem við merkjum augljóslega aukningu er aukning í ópíóðafíkn, við greinum miklu fleiri með það núna og setjum jafnframt fleiri á þessa lyfjameðferð eða viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn. Þetta er það sem við höfum séð aukast síðustu þrjú árin,“ segir Valgerður.„Örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki“ Ópíóðafíkn hefur aukist gríðarlega á vesturlöndum undanfarin 20 ár, en ópíóðalyfið OxyContin var sett á markað af lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma árið 1996 og hefur það verið umdeilt. Purdue, ásamt fleiri lyfjafyrirtækjum, markaðssetti ópíóðalyf með þeim skilaboðum að það væri ekki ávanabindandi. Annað hefur síðan komið í ljós. Lyfjafyrirtækin Purdue Pharma, Teva Pharmaceuticals og Johnson & Johnson eru meðal þeirra fyrirtækja sem verið er að herja á með ákærum í bandarískum dómstólum þessi misseri. Meðal annars hafa þau heyjað mál í Oklahoma fylki þar sem þau hafa verið sökuð um að gefa ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfjanna og hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.Sjá einnig: Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisinsSjá einnig: Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinnJohnson & Johnson markaðsetti ópíóðalyf undir formerkjunum „örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki.“ Purdue og Teva borguðu bæði sáttagjöld en Johnson & Johnson stendur nú í málaferlum. Purdue greiddi alls 33,5 milljarða íslenskra króna og Teva 10,5 milljarða. Féð mun vera notað í verkefni sem mun reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í fylkinu. Þetta mál er eitt 2.000 mála sem verið er að heyja gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóðalyfja í Bandaríkjunum. Á hverjum degi deyja að meðaltali 130 bandarískir einstaklingar vegna ofskammts af ópíóðalyfjum samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf og bæði eru dæmi um að þau hafi verið tekin út með lyfseðli og þau hafi verið keypt ólöglega.
Bandaríkin Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld. 17. ágúst 2018 06:00 Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. 4. nóvember 2018 20:47 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07
Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05
Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld. 17. ágúst 2018 06:00
Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. 4. nóvember 2018 20:47