Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 10:58 Grenell var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/Getty Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“ Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“
Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26