Ásgeir Sigurgeirsson varð hlutskarpastur í keppni í skotfimi með loftbyssu á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.
Ásgeir nældi sér í 234,9 stig. Hann var rúmlega þremur stigum á eftir næsta manni, Boris Jeremenko frá Mónakó.
Jeremenko var efstur í undankeppninni með 578 stig, tveimur stigum á undan Ásgeiri.
Ívar Ragnarsson endaði í 5. sæti með 169,8 stig. Hann var þriðji í undankeppninni með 561 stig.
Jórunn Harðardóttir lenti í níunda og neðsta sæti í kvennaflokki. Hún fékk 539 stig.
Ásgeir tók gullið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



