Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 22:41 Fljúgandi skókassar, kallast þessar kassalöguðu flutningavélar, af gerðinni Short Skyvan. Þær urðu alræmdar á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu, sem notaði þær til að varpa andstæðingum lifandi frá borði yfir hafi. Vísir/KMU. Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08